Full umsjón Mastodon-þjónustu fyrir þig
Þinn eigin Mastodon-þjónn hýstur af teyminu sem smíðaði hann
Talaðu við sölufólkiðAllt-í-einum-pakka Mastodon-þjónusta
Sniðið að stórum einingum
Við sjáum um allt - allt frá stoðkerfum, öryggi, öryggisafritun, uppfærslum, umsjón með efni, lögformlegum lokunarbeiðnum.
Fullkomið fyrir aðila sem vilja aðgang að sínum eigin Mastodon-netþjóni í einum grænum, með áreiðanlegri samhæfni við lagaramma og litla fjárfestingu í tilföngum.
Innifelur hýsingu, umsjón (moderation) og aðstoð
Talaðu við sölufólkiðEinföld þjónusta
Hannað fyrir aðila sem vilja hafa stjórn á hlutunum
Þú ert við stjórnvölinn. Þú getur ákveðið hvaða þjónustur þú vilt reka á eigin kerfum og fyrir hvað þú vilt fá aðstoð frá Mastodon.
Hentar best fyrir aðila sem þegar eru með innri stoðkerfi eða ætla sér að koma upp innri þekkingu.
Veldu eina eða fleiri þjónustur úr Hýsing, Umsjón (moderation) eða Aðstoð
Talaðu við sölufólkiðLeiðandi félagasamtök og stofnanir treysta Mastodon til að sjá um þjónustur sínar
European Commission
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rekur opinberan Mastodon-netþjón til að auka almenn samkipti á Fediverse-skýjasambandinu, til stuðnings við opin evrópsk hugbúnaðarkerfi og til að gefa kost á opinberum samskiptaleiðum þar sem áhersla sé lögð á verndun persónuupplýsinga.
Schleswig-Holstein
Til að styrkja opinberar stafrænar þjónustur og staðbundið samstarf, hefur þýska sambandsríkið Schleswig-Holstein gangsett social.schleswig-holstein.de - opinberan Mastodon-netþjón ætlaðan stjórnkerfinu, almenningsfélögum og samtökum á svæðinu.

AltStore
AltStore er miðstöð fyrir forrit sem útvíkka eiginleika iOS án þess að krefjast hjáleiða (jailbreak). Tilkynning er væntanleg frá AltStore-teyminu með meiri upplýsingum um hvernig þessu samstarfi verður háttað.
Þitt lén. Þitt fólk. Þínar raddir. Allt fyrir þrautseigt samfélagsnet.
Auðkennið þitt í hverju notandanafni
Hver einasti aðgangur býr á léninu þínu (til dæmis @nafn@auðkenni.social). Starfsfólk, meðlimir eða áhangendur þekkjast þannig strax og munu þekkjast um allt netþjónasambandið og styðja við skipulagslega merkingu í hvert skipti sem gagnvirkni á sér stað.
Staðsetning gagna og regluverks
Ákveddu nákvæmlega hvar netþjónninn þinn er hýstur, hvort sem það er í ESB eða fjölda annarra samþykktra lögsagnarumdæma - þannig að þú getir uppfyllt án málamiðlana ákvæði um sjálfstæði, GDPR eða innri stefnumótunar.
Hafðu stjórn á eigin útbreiðslu og áheyrendum
Skilgreindu þínar eigin reglur fyrir netþjóninn og viðmið varðandi umsjón - án reiknirita frá utanaðkomandi kerfum. Þú ákveður hvernig umsjón bregst við samræðum og hvernig skilaboð komast til skila.
Hvernig virkar þetta
Veldu lénsheitið þitt
Notaðu lén fyrirtækis/stofnunar/félags í auðkennum aðganga (til dæmis, @nafn@borg.landskóði). Hver einasti aðgangur mun þannig þekkjast um allt netþjónasambandið og byggja upp traust, rétt eins og sérsniðin tölvupóstföng gera.
Sníddu til samfélagsrýmið þitt
Stilltu útlit, áferð og reglur svo að henti ímynd samtakanna þinna. Þú getur bætt við lýsingu, sett línur varðandi vörumerki og skilgreint viðeigandi reglur varðandi netþjóninn þinn.
Bjóddu og hafðu kynningu fyrir teymið þitt
Lokaskrefið felur í sér að senda boð, úthluta hlutverkum ef þess er þörf og láta meðlimi samtakanna setja upp notendasniðin sín. Þar með verður allt tilbúið til að birta færslur, fylgjast með öðrum og tengjast út um skýjasambandið.

